Hvað eru sýklalyf ?

    262

    ég er svolítið confused. ég var að lesa spurningar og svör hérna um áfengi og vímuefni og ég sé þá lyfið decutan. ég var á decutan útaf ég var með bólur og húðin min var bara slæm en notar fólk þetta lyf til að fara í vímu? og hvað eru sýklalyf

    Sýklalyf eru lyf sem að eyða bakteríum.   Það eru til allskonar sýklalyf sem að vinna á mismunandi tegundum af bakteríum.  Ef maður sýkist af bakteríusýkingu þá fær fólk sýklalyf hjá lækni.  Bakteríusýkingar geta verið mjög misjafnar, getur verið blöðrubólga (þvagfærasýking), lungnabólga, sýking í húðinni og alls konar.

    Decutan er ekki beint sýkalyf þó það fækki bakteríum sem valda bólgu í húðinni og minnkar framleiðslu á húðfitu. Það er í raun efnafræðilega skylt A vítamíni.   Decutan hefur eins og A vítamín áhrif á lifrina og því ætti að forðast að nota áfengi þegar verið er að taka inn Decutan.  Þar koma líklega tengslin milli Decutan og áfengisneyslu.  Það er ekki hægt að komast í vímu á Decutan heldur ætti að forðast það að nota áfengi ef maður tekur Decutan því annars getur maður skaðað lifrina og það er alvarlegt mál.

    Vona þetta svari spurningunni þinni, gangi þér vel. 


    • Var efnið hjálplegt?
    •    Nei

    Ert þú með spurningu?

    Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

    Spyrja spurningar