Hvað eru til mörg kyn ?

  2384

  Það eru margir á móti því að það eru til fleiri en tvö kyn en þegar ég leita meir af netinu kemur stundum fram að það séu til 32 og stundum 72. Er eitthvað vitað hvað eru mörg eða er maður bara eins og maður vill.

  Hæ og takk fyrir spurninguna.

  Það er í raun ógerlegt að nefna tölu þegar kemur að spurningunni hversu mörg kyn eru til. Hugtakið vísar ekki lengur einungis til líffræðilegs kyns heldur er það einnig félagslegt hugtak.

  Samkvæmt lögum eru ekki einungis tvö kyn og opnar skilgreining kyns á þann möguleika að þau séu fleiri án þess að við getum tilgreint hversu mörg þau eru. Í lögum um kynrænt sjálfræði er kveðið á um óskoraðan rétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt.

  Svo man hefur því rétt til að skilgreina sig eins og man vill.

  Mbk.
  Áttavitinn ráðgjöf.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar