Hvað get ég gert varðandi of þrönga forhúð?

574

Hvað kostar aðgerðinn hjá þvagfæraskurðlækni þegar maður er með þrönga huð í typpinu og þarf að skera?

Hæ og takk fyrir spurninguna.

Endilega gerðu eitthvað í málinu sem allra fyrst, þú pantar þér tíma hjá þvagfæraskurðlækni, t.d. í Handlæknastöðin í Glæsibæ, sími 5356870, þar eru nokkrir þaulvanir sérfræðingar  eða í Domus Medica í síma 5631000. Þú ferð fyrst í viðtal og skoðun og það er ekki einu sinni víst að þú þurfir aðgerð, en þar er tilvalið að forvitnast um verð á slíku. Stundum er hægt að laga þetta með sérstöku sterakremi. Læknirinn metur það. Ef þú þarft aðgerðina þá er þetta auðveld aðgerð og tekur stutta stund (innan við 30 mín) og þú jafnar þig á nokkrum dögum. Vel þess virði í stað þess að vera með þennan vanda áfram. Bara ljúka þessu af.

Gangi þér vel!


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar