Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á starfi gæslunar, bæði við sjó og loft, en hef aldrei vitað hvar á að byrja
Hæhæ og takk fyrir spurninguna
Það er mismunandi eftir því hvaða starf þú ert að sækja um hvaða kröfur eru gerðar. Björgunarsveitir geta oft verið góður staður til þess að sækja sér reynslu á þessu sviði. Síðan er hægt að senda skoða hvaða kröfur séu gerðar til starfa hjá Landhelgisgæslunni með því að fylgjast með atvinnuauglýsingum.
Einnig er gerð almenn krafa um „líkamlegt og andlegt atgervi“ (dæmi hér að neðan úr atvinnuauglýsingu). En þar er átt við að umsækjandi sé í þokkalegu formi og andlega stöðug/ur/t.
„Umsækjendur þurfa að standast kröfur Landhelgisgæslunnar um líkamlegt og andlegt atgervi. Einnig skal starfsfólk uppfylla skilyrði fyrir öryggisheimild samanber varnarmálalög nr. 34/2008 og reglugerð nr. 959/2012.“
Hér getur þú svo kynnt þér þau störf sem eru í boði hjá Landhelgisgæslunni.
https://alfred.is/vinnustadir/landhelgisgaesla-islands-2
Kær kveðja
Ráðgjöf Áttavitans.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?