Hvaða framhaldsskóli væri bestur fyrir framtíðar rithöfund.

  51

  Mig langar að vera rithöfundur í framtíðinni og er ekki viss um hvaða framhaldskóla ég ætti að fara í fyrir besta undirbúining. Ég vil samt helst skrifa á ensku heldur enn íslensku. Hvaða skóli væri bestur fyrir mig?

  Hæ hæ og takk fyrir spurninguna.

   

  Það er ekki neinn einn skóli betri en einhver annar þegar það kemur að því að verða rithöfundur. Þú myndir líklegast vilja frekar velja framhaldsskóla sem einblínir á bóklegt nám frekar en iðnnám. Þá skóla sem leggja áherslu á tungumál og ritun, síðan er gott að hafa samband við námsráðgjafa í þeim skóla sem þú hefur áhuga á að sækja um í. Spyrja þá þessa spurninga ásamt því að spyrjast fyrir um valáfanga sem snúa að ritun og ritvinnslu. Ef það er eitthvað annað sem við getum hjálpað þér með ekki hika við að hafa samband.

   

  Kveðja

  Ráðgjöf Áttavitans


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar