Hvaða gagn er opin braut?

    46

    Hvað get ég gert með opin braut nám? Ég er í Fb og ætlaði að útskrifast í þessu námi en ég hef enga hugmynd hvað ég get gert með þennan braut. Kemst ég inn í háskóla? Hvað ef mig langar að vera lyfjatækni, kemst ég inn í lyfjafræða braut í haskola með opin braut nam? Hvað ef mig langaði að vera kennari?
    Ég er byrjuð að sjá eftir að taka þennan braut, endilega hjálpaði mig

    Hæ og takk fyrir að hafa samband.

    Opin braut er alveg jafn mikilvæg og aðrar brautir. Brautin undirbýr þig fyrir nám á háskólastigi. Stundum þarf að vera með einhvern ákveðinn grunn til að fara í eitthvað ákveðið nám en þá er alltaf hægt að finna leið til að bæta því við.

    Ef þú ert með hugmyndir um hvað það er sem þú vilt læra í framtíðinni gæti verið gott fyrir þig að tala við námsráðgjafa í skólanum þínum sem getur aðstoðað þig með framhaldið, aðgangsviðmið í nám á háskólastigi og fleira.

    Gangi þér vel.

    Mbk.
    Áttavitinn ráðgjöf.


    • Var efnið hjálplegt?
    •    Nei

    Ert þú með spurningu?

    Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

    Spyrja spurningar