Hvaða getnaðarvörn get ég notað ef ég er ekki á pillunni?

137

Halló halló, ég er 17 ára stelpa verð 18 á árinu og ég byrjaði á pillunni fyrir nokkrum mánuðum. Læknirinn minn varaði mig við að vegna þess að ég er gjörn að fá mígrenisköst að þá séu auknar líkur á að ég fái blóðtappa.. og það er ekkert rosa spennandi. Til að bæta ofan á það þá er ég rosalega gleymin týpa og er nú farin að gleyma að taka pilluna af og til. Nú vantar mig ráð um getnaðarvörn (aðra en smokkinn) sem þarf ekki að muna eftir daglega, mun ekki skaða líkurnar á að ég eignist börn seinna á ævinni og mun ekki auka líkurnar mínar á blóðtöppum. Allar hugmyndir vel þegnar. mbkv.

Þú skalt endilega panta þér tíma hjá kvensjúkdómalækni og ræða þessi mál vel.  Það þarf að taka tillit til þinnar heilsufarssögu. 
Engar getnaðarvarnir sem leyfðar eru hérlendis ættu að skaða frjósemi þína þannig að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því.

Það er til hormónasprauta, Depo-Provera, sem er gefin á þriggja mánaða fresti.  Það gæti verið möguleiki fyrir þig.

https://attavitinn.is/einkalif/kynlif/getnadarvarnir/hormonasprautan


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar