Hæ, ég er 15 (að verða 16) ára stelpa og var að pæla, hvaða kynsjúkdóma er hægt að smitast af með þvi að fara i sleik? Hef aldrei farið i sleik og er svo hrædd um að eg kunni það ekki þegar stundin kemur svo mer langar að prufa á Samfés en vill samt ekki fá einhvern kynsjúkdóm.
Hæ
Þú færð ekki kynsjúkdóm af því að fara í sleik. Það er séns að smitast af frunsu ef sá sem þú kyssir er með frunsu en annað þarf ekki að varast varðandi kossa og sleik.
Bestu kveðjur.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?