Hvaða leið er best að losna við harðsperrur??
Sæll,
þetta er ekki einföld spurning og rosalega persónubundin en ég ætla að miða svarið frá eigin reynslu þar sem ég æfi nokkuð reglulega og þarf að takast á við stífleika og því sem þessu fylgir.
Fyrir það fyrsta er mjög mikilvægt að teygja eftir æfingar og gefa sér alveg 10-15 mínútur í það. Að teygja er ekki það skemmtilegasta sem maður gerir en það er rosalega mikilvægt og fyrirbyggjandi fyrir meiðsl. Flestar sundlaugar eru komnar með kaldan pott og er rosalega gott að taka heitt/kalt meðferð. Þá tekur þú ca. 2 mínútur í kalda pottinum og ferð svo í heitan pott í 2 mínútur og gerir þetta ferli þrisvar sinnum og verður eins og nýr eftir á.
Passaðu líka æfingaálag. Það er mikilvægt að taka frí-daga til að hvíla líkamann. Hlustaðu á eigin líkama því þú þekkir hann best af öllum.
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?