Hvaða nám vil ég?

  1114

  Hæhæ, nú eru rúmlega 3 ár síðan ég útskrifaðist úr framhaldsskóla og hef verið að velta fyrir mér hvaða nám ég vil fara í næst.. Það er ýmislegt sem mér dettur í hug en finnst mjög erfitt að ákveða, hverju eru gott að velta fyrir sér í þessu? Og hvaða “tól” er hægt að nota?

  Hæ og takk fyrir spurninguna.

  Þegar þú stendur á krossgötum varðandi val á námi eða starfi er gott að velta fyrir sér eigin styrkleikum og áhugasviðum. Sniðugt getur verið að leita til náms- og starfsráðgjafa, taka styrkleika- og eða áhugasviðspróf sem er einmitt hægt að nálgast hjá slíkum ráðgjöfum og einnig hjá markþjálfum. Við slíka ákvörðunartöku er mikilvægt að taka mið af eigin áhugasviðum en ekki einungis hvað er praktískt, þú vilt ekki brenna út.

  Á vef Háskóla Íslands eru mjög góðar upplýsingar til þeirra sem eru í vafa og finnur þú þær hér.

  Svo geturðu kíkt á vef Háskóla Íslands og skoðað námsvalshjólið sem sýnir nám sem tengist því viðfangsefni sem þú smellir á.

  Á vefnum Næsta skref er svo hægt að taka áhugakönnun án gjalds og eru einnig margar hagnýtar upplýsingar að finna á þeim vef.

  Gangi þér vel!

  Mbk.
  Áttavitinn ráðgjöf.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar