Hvar á að henda kaffihylkjum

30

Hæ og takk fyrir að hafa samband við Ráðgjöf Áttavitans,

Það eru til margar leiðir til að endurvinna kaffihylki. Hér eru nokkrar þeirra:

 

Vefsíðan kaffihylki.is heldur úti starfsemi til þess að safna og endurvinna kaffihylki fyrir fólk. Hér er slóð á leiðbeiningasíðuna þeirra:

Kaffihylki

Fyrirtækið Nespresso heldur einnig úti endurvinnslu starfsemi á þeirra hylkjum, hér er endurvinnsluferli Nespresso kaffihylkja útskýrt

Svona getur þú stuðlað að endurvinnslu hylkjanna:

  1. Settu notuðu hylkin í endurvinnslupoka.
  2. Skilaðu hylkjunum til okkar á eftirfarandi hátt:

Verslanir: Komdu með hylkin í verslanir okkar í Kringlunni, í Smáralind eða á Glerártorgi.

Bílstjóri Nespresso: Þú getur afhent bílstjóra Nespresso notuðu hylkin þín við heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu.

Dropp: Ef valið var að nota Dropp er tekið á móti notuðum hylkjum á afhendingarstað pöntunarinnar.

Pósturinn: Þú getur afhent Póstinum notuð hylki við afhendingu.

 

Einnig er hægt að mæta út í Sorpu og spyrja starfsfólk þar:)

Mbk,

Ráðgjafi Áttavitans


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar