Hæ èg er 12 ára og mèr og vinkonu minni langar að fá vinnu næsta sumar þegar að èg er á 13. ári og hún 13 ára um mitt sumarið. Ég var að spá hvar èg gæti unnið á selfossi.
Hæ og takk fyrir spurninguna.
Reglan er sú að 13 til 14 ára má ráða til starfa við létt verk, s.s. þjónustustörf (afgreiðsla í bakaríi t.d.).
Börn yngri en 13 ára mega einungis vinna mjög létta vinnu.
Svo er Vinnuskóli Árborgar starfræktur á sumrin en þar fá unglingar úr efstu bekkjum grunnskólanna tækifæri á að vinna við ýmiskonar verkefni sem eiga það sameiginlegt að gera sveitarfélagið fegurra. Opnað er fyrir umsóknir í apríl mánuði ár hvert.
Meginhlutverk Vinnuskólans er að veita nemendum uppbyggileg sumarstörf ásamt fræðslu í öruggu starfsumhverfi. Öllum nemendum 8., 9. og 10. bekkja býðst að koma til starfa við fjölbreytt verkefni sem flest snúa að garðyrkju og umhirðu í sveitarfélaginu.
Sniðugar lausnir fyrir þá sem ekki hafa klárað 8. bekk eru t.d. að bera út blöðin, barna- eða hundapössun, heimilis- eða bílaþrif eða aðstoð í görðum fólks.
Það er svo alltaf sniðugt að tala við fjölskyldumeðlimi og athuga hvort að þau geti aðstoðað með leitina eða fundið eitthvað sniðugt úr sínu nærumhverfi.
Mbk.
Áttavitinn ráðgjöf.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?