Hvar á èg að vinna

    149

    Hæ èg er 12 ára og mèr og vinkonu minni langar að fá vinnu næsta sumar þegar að èg er á 13. ári og hún 13 ára um mitt sumarið. Ég var að spá hvar èg gæti unnið á selfossi.

    Hæ og takk fyrir spurninguna.

    Reglan er sú að 13 til 14 ára má ráða til starfa við létt verk, s.s. þjónustustörf (afgreiðsla í bakaríi t.d.).

    Börn yngri en 13 ára mega einungis vinna mjög létta vinnu.

    Svo er Vinnuskóli Árborgar starfræktur á sumrin en þar fá unglingar úr efstu bekkjum grunnskólanna tækifæri á að vinna við ýmiskonar verkefni sem eiga það sameiginlegt að gera sveitarfélagið fegurra. Opnað er fyrir umsóknir í apríl mánuði ár hvert.

    Meginhlutverk Vinnuskólans er að veita nemendum uppbyggileg sumarstörf ásamt fræðslu í öruggu starfsumhverfi. Öllum nemendum 8., 9. og 10. bekkja býðst að koma til starfa við fjölbreytt verkefni sem flest snúa að garðyrkju og umhirðu í sveitarfélaginu.

    Sniðugar lausnir fyrir þá sem ekki hafa klárað 8. bekk eru t.d. að bera út blöðin, barna- eða hundapössun, heimilis- eða bílaþrif eða aðstoð í görðum fólks.

    Það er svo alltaf sniðugt að tala við fjölskyldumeðlimi og athuga hvort að þau geti aðstoðað með leitina eða fundið eitthvað sniðugt úr sínu nærumhverfi.

    Mbk.
    Áttavitinn ráðgjöf.


    • Var efnið hjálplegt?
    •    Nei

    Ert þú með spurningu?

    Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

    Spyrja spurningar