Hvar er best að leita að íþróttum fyrir byrjendur?

75

Mig langar að bæta félagstengslin mín. Þar sem mér finnst ég ekki hafa góð félagstengls, sem þarf í íslensku samfélagi. Hvar er best að leita að íþróttum fyrir byrjendur? ég er aðallega að leita að íþróttum t.d. badminton. Og vildi helst að bæði kynin sundi saman. Og ég er 27 ára. Og þegar ég leita sé ég mest allt tengt byrjendur bara fyrir börn. Hvar er best að leita fyrir 27 ára einstaklingi?

Sæll Logi og takk fyrir að hafa samband við ráðgjöf Áttavitans,

Það sem þú getur gert er til dæmis að byrja æfa sjálfsvarnaríþróttir eins og Karate, Júdó, eða Taekwondo. Einnig eru námskeið fyrir fullorðna hjá MMA og Mjölni. Síðan eru sundnámskeið í boði fyrir fullorðna á nokkrum stöðum ásamt tennisnámskeiðum. Það er líka hægt að fara í danstíma eða byrja stunda jóga. Fullorðins fimleikar eru í boði hjá Gerplu. Einnig er hægt að fara í líkamsrækt þar sem eru mörg skemmtileg námskeið í boði fyrir fullorðna. Ég fann nokkrar slóðir sem þú getur kíkt á til þess að gefa þér hugmyndir um hvað þig langar að gera.

Ég vona að þér gangi vel!

Kær kveðja,

Ráðgjafi Áttavitans

 

https://fristund.is/namskeid/dans-namskeid

Taekwondo félög

Byrjendanámskeið

https://www.rvkmma.is/timar-mma

https://www.sportabler.com/shop/mjolnir

https://www.hreyfing.is/

Fimleikar fyrir fullorðna

https://tennishollin.webdev.is/tennisnamskeid-fyrir-fullordna/

Skriðsundsnámskeið


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar