Hvar er g-bletturinn eða er hann þjóðsaga?

713

Hæ, hvar er G-bletturinn eða er hann þjóðsaga?

Sæl og takk fyrir þessa spurningu.

G-bletturinn er svæði rétt innan við leggangaopið og sumum konum finnst það kynörvandi og geta jafnvel fengið fullnægingu við það að þessi blettur sé örvaður (nuddaður).  Þetta svæði er á stærð við krónu og er staðsett stutt inn í leggöngunum framanverðum, sem sagt í átt að naflanum.  Áferðin á g-blettnum er aðeins öðruvísi en svæðið í kring því g-bletturinn er búinn til úr annarskonar vef.  Það eru alls ekki allar konur sem finna g-blettinn eða finna fyrir örvun sé hann nuddaður.

Oftast er auðveldara að finna hann sé kona kynferðislega æst því að þá stækkar eða bólgnar bletturinn aðeins.  Til að finna hann er best að liggja á bakinu og þreifa með fingrunum innan í leggöngin upp á við, ýta aðeins á svæðið rétt innan við leggöngin að þvagrásinni.  Það gæti virkað fyrir þig.  Þetta er bara æfing og um að gera að prófa sig áfram.  En þó að ekkert gerist þá er ekki þar með sagt að nokkuð sé að og að G bletturinn þinn finnist aldrei.  Haltu áfram að kynnast líkamanum og prófa þig áfram með það sem þér þykir gott.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar