Hvar get ég fengið sumarvinnu?

  80

  Daginn

  Ég er að fara útskrifast með BSc í sálfræði í vor og langar ótrúlega mikið að komast í MSc í haust. En til þess að styrkja umsóknina mína þá þarf ég aukna starfsreynslu, ég er með einhverja starfsreynslu en vantar meiri helst. Hvar gæti verið best fyrir mig að sækja um sumarvinnu þar sem ég vinn með fólki?

  Bk
  Týndi sálfræðineminn

  Hæ og takk fyrir að hafa samband.

  Þú getur fundið fjöldan allan af störfum sem tengjast sálfræði hjá Reykjavíkurborg og á Landspítalanum.

  Þar má finna fjölbreytt störf þar sem unnið er með fólki eins og t.d. stuðningsfulltrúa og ráðgjafastöður, á leikskólum, í íbúðakjörnum, sambýlum o.fl.

  Gangi þér vel.

  Mbk.
  Áttavitinn.

   


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar