Hvar læri ég að verða bakari?

628

Ég er 14 ára og langar að seinna að verða bakari en ég veit ekki hvernig skóla ég á að fara í.

Hæ hæ

Að læra að verða bakari er sérstök iðngrein. Í menntaskólanum í Kópavogi er braut sem heitir bakaraiðn og þar lærir maður að verða bakari. Endilega líttu á þetta hér http://www.mk.is/index.php/idhnnam/bakaraidhn

Þú verður auðvitað fyrst að klára grunnskólann en endilega heyrðu í þeim í Menntaskólanum í Kópavogi í síma 594 4000 og fáðu öll svör við spurningunum þínum.

Gangi þér vel og okkur hlakkar til að smakka hjá þér í framtíðinni

 


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar