Hæ ég er að velta fyrir mér hvar og hvernig ég get keypt í erlendum hlutabréfa mörkuðum s.s. (Amazon,facebook,microsoft,)
Hæ hæ og takk fyrir spurninguna.
Það er til dæmis vefsíða sem heitir Etoro (síðan eru margar mjög svipaðar síður). Þar stofnaru aðgang leggur inn pening á reikninginn þinn og svo geturu keypt og selt (buy/sell) hlutabréf. Þú stimplar bara inn í leitarvél í Etoro til dæmis Amazon.
Það eru líka íslenskir sjóðir sem fjárfesta í erlendum hlutabréfum. Það er hægt að finna meira um það á https://keldan.is/ Þú getur fjárfest í sjóðunum sem eru síðan að fjárfesta fyrir þig.
Bankarnir eru líka hjálpsamir ef maður vill leita sér aðstoðar með fjárfestingar á erlendum hlutabréfum sem og íslenskum hlutabréfum. Ég vona að þetta hjálpi þér. Ef það er eitthvað fleira ekki hika við að hafa samband.
Með bestu kveðju
Ráðgjöf Áttavitans
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?