Við erum að velta fyrir okkur, hvenær skilum á tryggingarfé fer fram. Við afhendingu húsnæðis? Eða er það eftir 4 vikur frá afhendingu (sem er tíminn sem leigusali hefur til að krefjast bóta). Ef það er seinna svarið, er þá ekki erfitt fyrir fólk að borga tryggingu á næstu íbúð? (ef að fé þeirra er fast hjá fyrrverandi leigusala?)
Hæ og takk fyrir spurninguna.
Frá árinu 2016 er búið að stytta þetta tímabil í fjórar vikur. Þó ber leigusala að gera kröfu í tryggingarfé eins fljótt og kostur er ef hann telur að eitthvað tjón hafi orðið.
Þetta getur auðvitað haft áhrif á næstu leiguíbúð ef leigusali nýtir þessar 4 vikur og þurfa því sumir að taka lán fyrir næstu tryggingu þar til peningarnir skila sér.
En í raun á að skila tryggingarfé eins fljótt og auðið er þó svo að lögum skv. séu þetta 4 vikur.
Mbk.
Áttavitinn ráðgjöf.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?