Hvenær er vertíð?

  495

  Er að spá hvenær sjómenn fara á veiðar yfir árið. Hef heyrt talað um vetrarvertíð. Eru veiðiskip á miðum allt árið?

  Hæ, hæ.

  Hugtakið vertíð var notað í sambandi við svokallaðar verstöðvar fiskveiða. Þar komu menn  yfirleitt saman þrisvar á ári til að stunda fiskveiðar. Sumar-, vetur- og haustvertíð. 

  Vertíðir þess tíma miðuðust yfirleitt við gang fisksins á miðin. Þegar fiskurinn leitaði þangað var farið á veiðar.  

  Í dag eru hlutirnir hinsvegar frábrugðnir þeim tímum þegar farið var á vertíð. Sjómenn nútímans, þeir sem sinna þeim störfum hér á Íslandi í hið minnsta, fara á sjó allt árið um kring. Að undanskildum sumarleyfum og öðrum stórhátíðardögum. 

  Mæli- og greiningartæki gera það að verkum að hægt er að fylgjast með gangi fisks á mun nákvæmari hátt en áður var gert sem gerir sjómönnum kleift að stunda veiðar á hnitmiðaðri hátt. Þ.a.l. tölum við yfirleitt ekki um að fara á vertíð í þeim skilningi sem áður var gert heldur þegar fiskurinn gengur á miðin. 

  Mbk.

  Áttavitinn Ráðgjöf


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar