Hvenær hættir útferðin?

272

Hæ ég er búin að ver með útferð í 6 mànuði og er orðin soldið þreytt á henni, er ekki byrjuð á blæðingum og var að pæla hvort þessi útferð fri ekki að hætta og blæðingarnar að koma ? ps. Útferðin min er fullkomlega eðlileg og það er allt heilbrigt við hana!

Ég veit að útferð getur verið þreytandi og það eru einmitt hormónin sem stjórna því hve mikil hún er.  Útferðin eykst oft á kynþroskaaldrinum og aukin útferð eða breytt útferð getur einmitt verið merki um að blæðingar fari að bryrja.  Þegar blæðingar eru komnar þá stjórnast útferðin oft af því hvar þú ert stödd í tíðarhringnum og ekkert hægt að gera í því.  Frábært að þú gerir þér grein fyrir að þetta sé allt saman eðlilegt og hluti af þroskanum.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar