Hæ hæ Hvenær má eg aftur stunda kynlíf eftir meðferð við klamidíu? Hef verið að lesa mig til um en alltaf sagt viku til 10 daga, en læknirinn sagði í 2 vikur en sá þær upplýsingar kannski 3svar á netinu. Ég fékk 2 töflur sem ég tók inn í eitt skipti.
Hæ
Ég held þú sért alveg öruggur með að bíða í 10 daga með að stunda kynlíf. Oftast er talaðu um viku þannig að 10 dagar mundi ég telja að væri pottþétt. Þú ættir að sleppa alveg samförum og munnmökum í amk. viku eftir meðferð (10 dagar enn betra). Hafðu samt í huga að það kemur fyrir að meðferðin við Klamydíu virkar ekki og því gott að fara með þvagprufu í test um 2-3 vikum eftir meðferð til að vera 100% viss um að vera laus við sýkinguna, ef þú gerir það ekki vertu þá vakandi fyrir einkennum. Oftast dugar ein meðferð en í einstaka tilfellum dugir það ekki.
Ef þú notar smokkinn þá ertu viss um að smita ekki aðra og smitast ekki sjálfur þannig að það er náttúrurlega alveg málið.
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?