Spurningin er nokkuð einföld, en maður heyrir bara svo furðulega mikið af því að það séu til endalaus kyn og að konur geta breytt sér í karla bara með því að ímynda sér það. Ég meina hvernig á ég (karl) að vita hvort mér líði eins og konu þegar ég er ekki einu sinni kona og get þá engan vegin vitað hvernig þeim líður. Og hvað er pointið með hugtakinu kyn ef það er engin munur á kynjunum (þeas þetta er bara allt það sama, hver sem er getur verið hvað sem er og enginn veit neitt um það hverning þetta virkar). Ég er í rauninni bara forvitinn ætla ekki að vera með dónaskap. Ég hef heyrt að þið getið svarað svona persónulegum spurningum af algjörri atvinnusemi og vonast eftir geggjuðu svari:)
Sæll og takk fyrir að hafa samband við ráðgjöf Áttavitans,
Hér fyrir neðan er svar við spurningu sem kom til okkar um hugtakið kyn. Ég mæli síðan eindregið með að skoða síðuna hjá Samtökunum 78. Þar getur þú meðal annars haft samband við sérfræðinga á þessu sviði og lesið þig til um hugtök sem tengjast hinseginleikanum. Það er skiljanlegt að þér finnist þetta ruglingslegt og það er alls ekki dónalegt af þinni hálfu að velta þessu fyrir þér.
Kær kveðja,
Ráðgjafi Áttavitans
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?