Hver fer fyrir þessari síðu? Góð síða!
Hæ,
Yndislegar þakkir fyrir falleg orð, frábært ef síðan er að gagnast þér!
Áttavitinn er rekinn af Hinu Húsinu sem er ungmennahús í Miðbæ Reykjavíkur. Innan Áttavitans koma margir fingur að ýmsum verkefnum sem skiptast til að mynda í greinaskrif og upplýsingagjöf og svo rágjöf Áttavitans sem oft er kallað Tótalráðgjöf. Margir sérfræðingar og fagaðilar koma svo að svörunum spurninganna sem og við upplýsingagjöf í greinaskrifum.
Við erum sem sagt teymi sem brennur fyrir að koma upplýsingum og ráðum til ungs fólks á mannamáli 🙂
Vona að þetta svari einhverju. Ef þú hefur frekari spurningar þá ekki hika við að senda okkur línu!
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?