Hverig er best að læra þýsku

  173

  1. Hvernig er best að læra þýsku
  2. Hvaða bækur eru bestar til að læra þýsku á sem minnsta tímanum

  Hæ og takk fyrir að hafa samband.

  Það eru ýmis þýskunámskeið í boði og þýskukennsla í flestum framhaldsskólum. Svo eru til ótal öpp sem hægt er að skoða. Við mælum með að gúgla slíkt.

  Varðandi bækur þá er alltaf mjög sniðugt að byrja á því að lesa barnabækur þegar man er að læra annað tungumál. Barnabækur innihalda oftast einfaldar setningar sem eru auðlesnar. Einnig getur verið sniðugt að hafa þýskan texta þegar þú ert að horfa á Netflix og aðrar streymisveitur eða breyta tali í þýsku og vera þá með íslenskan eða enskan texta til að ná framburðinum.

  En allra besta leiðin væri að búa í þýskumælandi landi. Þegar man er stanslaust í kringum tungumálið er man töluvert fljótari að læra það.

  Gangi þér vel!

  Mbk.
  Áttavitinn ráðgjöf.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar