Hvernig á að kjósa?

  69

  Hæ og takk fyrir spurninguna.

  Þú mætir á kjörstað, finnur þína kjördeild, framvísar skilríkjum, færð afhendan kjörseðil og ferð inn í kjörklefa. Inni í kjörklefa er blýantur sem þú notar til þess að setja X fyrir framan bókstaf þess lista/einstakling sem þú ætlar að kjósa. Þegar þú ert búin/n að merkja við flokk brýturðu seðilinn saman þannig að letrið snúi inn og setur hann ofan í kjörkassann.

  Á Áttavitanum er ítarleg grein um ferlið 🙂

  Mbk.
  Áttavitinn ráðgjöf.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar