Hvernig á ég að spyrja stelpu hvort hún vilji vera með mér

    64

    Það er stelpa í bekknum mínum sem er svo sæt. Mér langar að byrja með henni. Hún hefur verið með mjög mörgum strákum. Enn það eru flottu strákarnir ef það er hægt að orða það þannig. Ég hef stundum séð hana kissa hinan og þennan á munin. Enn ég hef aldrei kyst neinn anan en mömmu á kinina. Á meðan ég hef verið í skóla þá hef ég átt tvær kærustur og ég er í 7 bekk. Ég veit ekki hvort það er venjulegt? Fyrsta kærastan mín var ein stelpa. Við vorum saman í 1 bekk til 3 bekk enn við vorum eiginlega bara að leika við kysstumst aldrei sem ég held að hafi verið venjulegt þá. Svo er svona ár síðan ég var með annarri stelpu sem ég hef þekkt alveg vel lengi. Hún var líka rosalega sæt. Og ótrúlegt enn satt þá spurði ég hvort hún vildi vera með mér ö. Og ég gleymi aldrei hvað ég röð náði og svitnaði mikið. Enn hún sagði já. Enn við kysstumst aldrei á munin og ekki einu sinni kinina við spiluðum eiginlega bara Roblox. Enn svo einn föstudag þá vorum við að fara í bústaðinn okkar. Í skólanum spyr hún hvort ég nenni að vera samfó. Og ég segi bara já. Enn á leiðinni þá spyr hún hvort við ættum að hætta saman og mér fannst skrítið að segja bara nei. Þannig að ég sagði bara ókei. Sem var alveg óvart enn nóg um það ég vildi bara vita hvað þið mynduð gera. Á ég að senda henni ástarbréf SMS eða segja það bara við hana. Hún er svo sæt og mér langar bráðum á ð byrja með henni. Ég er 12 ára gamall strákur.

    Hæhæ og takk fyrir spurninguna.

    Það er rosa persónubundið fyrir hvern og einn einstakling hvernig hann/hún/það vill útskýra sig þegar þú sagðir okei en vildir segja eitthvað annað. Ég get bara talað um frá eigin reynslu og segi að mér finnst best að segja frá tilfinningunum mínum í eigin persónu. Mér finnst minni líkur á að það sem ég er að segja misskiljist. Síðan fer það líka kannski eftir því hvernig samband þú átt við þessa stelpu. Ef samskiptin ykkar fara fram miklu meir á netinu þá er kannski auðveldara að eiga þessi samskipti þar. Af minni reynslu finnst mér best að hlusta á mitt eigið innsæi. Síðan er gott að tala við góðan vin eða til dæmis starfsmann sem maður treystir í félagsmiðstöð ef þú ferð eitthvað í félagsmiðstöð. Vona að þetta hafi hjálpað og ekki hika við að hafa aftur samband ef þú vilt meiri hjálp frá okkur.

    Með bestu kveðju
    Ráðgjöf Áttavitans


    • Var efnið hjálplegt?
    •    Nei

    Ert þú með spurningu?

    Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

    Spyrja spurningar