Ég er óviss hvort orðið kvár beygist eins og sár(hvk.) eða klár(kk.).
Hvort er réttara að segja t.d. ,,konur og kvárar athugið“ (eins og klárar) eða ,,konur og kvár athugið“ (eins og sár)?
Hæ og takk fyrir að hafa samband.
Kvár er hvorugkynsorð og beygist í samræmi við það, þá eins og sár.
Í eintölu:
Kvár
Kvár
Kvári
Kvárs
Í fleirtölu:
Kvár
Kvár
Kvárum
Kvára
Mbk.
Áttavitinn ráðgjöf.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?