Hvernig er magaspeglun framkvæmd

512

Hvernig fara mag speglunir fram er ég svæfður eða fæ ég róandi lyf? Hvernig er þetta eiginlega gert.

 , takk fyrir spurninguna.

Magaspeglun er framkvæmd til að rannsaka maga og meltingarkerfi. Í læknisfræðilegu samhengi er talað um rannsókn á efri hluta meltingarvegar, skoðuð er slímhúð í vélinda, maga og skeifugörn.

Fyrir magaspeglun er sá sem speglunin er framkvæmd á beðin um að fasta í að lágmarki 6 klst þ.e ekki neyta matar né drykkjar að lágmarki 6 tímum fyrir rannsókn.

Rannsóknin fer svo þannig fram að fyrst eru gefin róandi lyf til að hjálpa til við slökun. Notaður er úði til að deyfa kok og svo er sveigjanlegri slöngu rennt niður í maga þar sem sýni eru tekinn til rannsóknar.

Þrátt fyrir að vera sársaukalaus þá getur svona rannsókn verið óþægileg. En hún tekur stuttan tíma (yfirleitt um 5-10 mín) og hefur lítil sem engin langvarandi áhrif á einstaklinginn sem rannsakaður er. Oft er fólk beðið um að dvelja í um 1 klst á rannsóknarstofu eftir að aðgerð líkur og er fólki ekki leyfilegt að aka heim vegna slakandi lyfja sem gefin eru.

Frekari upplýsingar má finna hérna:

Með kærri kveðju
Rágjöf Áttavitans

 


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar