Ég er að fara í Nám í Madrid núna í haust og var að velta því fyrir mér hvort ég geti fengið húsnæðisbætur þar eða hér á landi? Ég finn ekkert um það á netinu.
Hæ og takk fyrir spurninguna.
Ef þú flytur ekki lögheimili þitt eða gerist spænskur ríkisborgari ættir þú ekki að vænta bóta frá þeim.
Þú gætir átt rétt á einhverjum bótum ef þú verður áfram með lögheimili á íslandi eða þinglýstan húsleigusamning.
Kannaðu betur málið með því að hafa samband við þjónustufulltrúa húsnæðis- og mannvirkjastofnunar í síma 440 6400 eða tölvupóst á netfangið hms@hms.is
Til að hafa alla króka frammi gætir þú einnig kannað skattlega heimilisfesti: https://www.skatturinn.is/einstaklingar/skattskylda/namsmenn-erlendis/
Mbkv.
Áttavitinn
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?