Hvernig fer maður að því að skrifa bókmenntaritgerð?

  571

  Þarf að skrifa 4 blaðsíða ritgerð um bók en er ekki alveg að skilja hvernig hún á að vera. Á ég að segja hvað gerist í bókinni eða á ég að skrifa um hana á 4 blaðsíður?

  Hæ og takk fyrir spurninguna.

  Þegar skrifa á bókmenntaritgerð gildir það sama og um aðrar ritgerðir, hún þarf að innihalda upphaf, miðju og endi.

  Þú þarft að gera ráð fyrir að lesandi þekki ekki söguna svo stutt kynning á innihaldi bókarinnar er mikilvæg í upphafi ritgerðar. Ekkert of ítarlegt en þó nóg til að lesandinn skilji.

  Kjarni bókmenntaritgerðar snýst svo oftast um valin atriði sem þér þykir mikilvæg í sögunni en ekki útlistun á öllu sem gerist í bókinni.

  Gott er að minnast á persónur, tímann sem bókin spannar, á hversu löngum tíma sagan gerist og umhverfið sem hún gerist í. Eru persónurnar trúverðugar, segja frá aðalpersónum, mikilvægum aukapersónum, samskiptum þeirra o.s.frv.

  Kennarar kunna vel að meta ef maður nálgast efnið af gagnrýnni hugsun og rýni aðeins betur í persónur, umhverfi og atburði.

  Þegar þú setur fram eigin skoðanir setur þú þær fram eins og fullyrðingu og þarf svo að rökstyðja, afhverju finnst þér þetta svona eða hinsegin.

  Lokaorðin eru svo samantekt á umfjöllun þinni um bókina. Þar geturðu skrifað um þitt álit á bókinni, hvað þér líkaði og líkaði ekki, kostir og gallar o.s.frv. Hefur sagan einhvern boðskap? Gæti sagan gerst í raunveruleikanum… þarna er ýmislegt sem hægt er að fara yfir.

  Gættu þess að samhengi og gott flæði sé í textanum.

  Gangi þér sem allra best.

  Mbk.
  Áttavitinn ráðgjöf.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar