Hæ hæ og takk fyrir spurninguna.
Til þess að fita þig þarft þú að borða meiri orku en þú brennir. Borðaðu próteinríka fæðu hún byggir upp vöðvanna svo er hugsanlegt að þú sért að borða of lítið af kolvetnum (og jafnvel fitu). Ef líkaminn fær ekki næga orku þá fara próteinin sem þú borðar í orkumyndun en ekki vöðvauppbyggingu. Reyndu því að borða meira eða oftar. Góð ráð við að auka hitaeininga magnið fæðunni þinni er að borða meira af feitri fæðu eins og smjör og rjóma sem dæmi (ef þú borðar mjólkurvörur). Ég vona að þetta hjálpi þér og ef það er eitthvað annað ekki hika við að hafa samband.
Með bestu kveðju
Ráðgjöf Áttavitans
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?