Hvernig fróar maður sér

1657

Ég er 16 ára stelpa og ég hef aldrei lært hvernig ég eigi að fróa mér. Eruð þið með svör?

Lang flestar stelpur fróa sér með því að nudda snípinn.  Það er best að bara prófa, strjúka píkuna og finna hvað þér finnst gott.  Það getur hjálpað að gera það í baði eða nota sleipiefni (fæst í matvöruverslunum eða í apóteki).  Þá er auðveldara að strjúka og nudda svæðið án þess að það valdi ertingu eða pirringi á húðinni.  Þegar þú verður gröð þá blotnar píkan, það kemur útferð frá leggöngum sem auðveldar við sjálfsfróunina og gerir það auðveldara líka fyrir fingur, typpi eða hjálpartæki að renna inn ef þú vilt það.

Á meðfylgjandi mynd getur þú séð hvar snípurinn er staðsettur, ofarlega í píkunni og er eins og lítill hnúður sem stækkar þegar þú örvar svæðið, nudda eða strjúka í hringi.

 

Það eru fáar stelpur sem fá eitthvað út úr því að nota putta eða annað bara inn og út í leggöngin,  snípurinn er aðal svæðið í sjálfsfróun.  Þegar þú kemst upp á lagið með það þá vilja sumar stelpur/konur bæta við örvun í leggöngin.    Það sama má segja um samfarir, það er auðveldast að fá það með því að nudda snípinn til þess að fá fullnægingu eða velja stellingu þar sem snípurinn fær örvun.

Vona þetta hjálpi.   Bestu kveðjur.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar