Hæ og takk fyrir spurninguna.
Á vef Stjórnarráðsins segir:
„Starfsmenn Landhelgisgæslunnar þurfa að hafa lokið viðeigandi prófi eftir því hvaða
störfum þeir gegna, s.s. hafa skipstjórnarréttindi, atvinnuflugmannspróf eða flugvirkjun. Síðan tekur við þjálfun hjá Landhelgisgæslunni í formi æfinga, bóklegs náms
og verklegrar þjálfunar. Einnig er starfsfólk sent í nám erlendis, s.s. til að ljúka
viðeigandi prófi á flugvélum eða í sprengjueyðingum. Nokkuð er um að störf séu þess
eðlis að starfsfólk þurfi að sækja reglulega endurmenntun og ljúka prófi til að
viðhalda réttindum sínum.“
Þú getur lesið þér meira til um hvaða kröfur eru gerðar til þeirra starfa innan Landhelgisgæslunnar sem þú hefur augastað á hér (bls. 45-59).
Mbk.
Áttavitinn ráðgjöf.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?