Hvernig get ég aukið empathy?

  112

  Daginn
  Mér líður ógeðslega illa, mér finnst ég svo vondur. Ég er ekkert rosalega góður í kringum fólk annað fólk dregur fram það versta í mér. Á meðan ég er í samskiptum við fólk tek ég ekki eftir þessu en eftir að samskiptin hafa átt sér stað þá fæ ég bullandi samviskubit yfir því hvernig ég kem fram við annað fólk sérstaklega þegar það hefur skammastí mér. Fólk segir að ég sé sjálfhverfur og hafi ekkert empathy. Ég er búinn að taka nokkur empathy próf á netinu ég veit þau eru ekki mjög áreiðanleg þess vegna hef ég tekið nokkur en þau koma öll eins út „low empathy“. Ég hef líka leitað uppi greinar hvað einkennir fólk með low empathy og mér finnst öll einkennin eiga við mig 150%. Hvað get ég gert? Mér býður við sjálfum mér. Mig langar virkilega að geta átt í góðum samskiptum við fólk og lifa án stöðugra samviskubita

  Hæ og takk fyrir að hafa samband.

  Það að þú sért meðvitaður um þetta er mjög jákvætt og því ætti að vera vel hægt að vinna í þessu. Samkenndin er greinilega til staðar fyrst að þú finnur til samviskubits.

  Við sýnum auðvitað misjafna samkennd (e. empathy) og á hún til að vera minni hjá þeim sem hafa upplifað t.d. einhverja erfiðleika eða áföll. Samkennd er í raun ákveðinn hæfileiki sem flestir ættu að geta þróað. Að hafa litla samkennd núna þýðir ekki að þú verðir þannig að eilífu.

  Stundum getur félagsleg hæfni, eða skortur á henni, komið okkur í klandur hvað þetta varðar. Fólk getur misskilið viðbrögð okkar og haldið að um sé að ræða skort á samkennd eða jafnvel sjálfhverfu. En svo eru einnig til persónuleikaraskanir þar sem skortur á samkennd er einkenni, eins og sjálfsdýrkandi persónuleikaröskun (e. narcissistic personally disorder) og andfélagsleg persónuleikaröskun (e. antisocial personally disorder) sem dæmi.

  Hér er einfalt myndband þar sem farið er yfir hvernig er hægt að auka samkennd.

  Hér er áhugaverður Ted Talks fyrirlestur um samkennd.

  Ef þú nærð ekki að vinna í þessu með sjálfsvinnu getur verið gott að tala við sálfræðing sem hefur öll tæki og tól til að aðstoða fólk í þinni stöðu.

  Gangi þér sem allra best.

  Mbk.
  Áttavitinn ráðgjöf


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar