Get ég séð hvaða námsbækur eru notaðar í menntaskólum hér á landi einhvers staðar? Mig langar að vita hvaða bækur MR er að notast við eins og í líffræði, efnafræði og eðlisfræði. Eða bara yfirhöfuð hvaða bækur eru notaðar í menntaskólum í hverju fagi fyrir sig.
Með fyrirfram þökkum ! 🙂
Sæll,
á heimasíðum margra framhaldsskóla eru birtir bókalistar en það er alfarið undir skólunum komið. Hér er t.d. bókalisti hjá Versló https://www.verslo.is/namid/bokalistar/1.-ar/ og hér hjá FSN sem dæmi https://fsn.is/?page_id=4494
Á heimasíðu MR er meira verið að tala um hvað sé ætlast til að nemendum og hvað þeir eiga að kunna að námskeið loknu. Það er ekki af mér vitandi til síða sem sýnir nákvæmlega hvaða bækur eru notaðar í hverju námskeiði enda er það oft breytilegt milli anna og ára.
Gangi þér vel!
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?