Hvernig get ég sýnt stelpu að ég sé hrifin af henni?

896

Ég hef alltaf velt þessu mikið fyrir mér, hvernig byrja unglingar saman í dag. Ég elska eina stelpu og hef gert lengi en gallin er að ég á erfitt með að nálgast hana, það er vandræðalegt þegar við erum kannski að spjalla í eigin persónu og ég veit aldrei hvað ég eigi að seigja, ég tala ekkert við hana á t.d. facebook enda hef ég enga hugmynd hvernig ég eigi að byrja samtal á netinu. Það eru eitthvern vegin allir að byrja saman í kringum mig, fólk sem ég vissi ekki einu sinni að þekktust, hvernig byrjar fólk saman í dag og hvernig get ég sýnt stelpu að ég sé hrifin af henni og tilbúinn að kynnast.

Hvað eigið þið sameiginlegt?  Gæti verið gott að byrja þar.  Eruð þið að æfa sömu íþrótt, í sama bekk eða skóla, þekkið þið sama fólkið.  Gætir þú sent henni skilaboð, bara svona „hæ“.  Viltu koma með að kaupa ís..eða í bíó.  Byrja bara á því að kynnast betur.  Eða t.d. ef þú veist að hún er góð í einhverju að biðja hana að hjálpa þér…t.d. í efnafræði eða eitthvað þannig.  Gætir hrósað henni, flott hár eða skór og gefa þannig í skyn að þér finnist hún flott.  Sjá hvaða viðbrögð þú færð.  Ef þið þekkið sama fólkið þá gætir þú reynt að koma því þannig fyrir að þið farið að hanga meira saman svo þið getið kynnst betur.  Svo er það spurning að kíla á það og segja henni bara að þú sért hrifinn af henni og hvort hún vilji koma á deit…

Gangi þér vel og það er betra að prófa þó það mistakist heldur en að sjá eftir að hafa ekki reynt..


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar