Hvernig get ég undirbúið mig fyrir endaþarmsmök?

559

hæ ég er 14ára og held að ég sé hommi. Mig langar að stunda endaþarmsmök með einhverjum karlmanni sem fyrst þegar ég kemst í samband. En mig langar fyrst að geta æft mig heima fyrst….hvernig er best að fara að því?

Sæll og takk fyrir spurninguna.

Það eru til allskonar hjálpartæki, t.d. butt-plug, gervilimir í mörgum stærðum og þess háttar. Það er flott að þú skulir vilja vera undirbúinn og enginn þekkir þig og líkama þinn betur en þú sjálfur. Það er alveg nauðsynlegt hjá þér að nota alltaf sleipiefni og þá alvöru sleipiefni.  Ekki eitthvað krem eða olíu heldur sleipiefni sem er framleitt til að nota á þessi svæði og slímhúðin þolir. Farðu svo bara varlega.  Ekki vera með of mikinn hamagang meðan þú ert að finna út hvað þú þolir. Þú vilt ekki skaða hringvöðvana í rassinum því það er vont og mikið vesen sem fylgir því. 

Helsta hættan við að hafa samfarir í endaþarm er eins og með annað kynlíf að smitast af kynsjúkómum eins og lekanda, herpes, kynfæravörtum, HIV, hepatitis B ofl. Þess vegna er mikilvægt að nota smokk, sérstaklega ef þú ert að stunda kynlíf með aðila sem þú þekkir ekki mikið. Einnig er alltaf hætta á að skaða húð og slímhúð í endaþarmi. Þetta eru sprungur sem blæðir úr en gróa nú oftast. Til bóta getur verið að nota eitthvað sleipefni til að minnka hættu á svona eymslum.

Gangi þér sem allra best!


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar