Hvernig get ég unnið mig út úr þunglyndi án þess að mæta til höfuðborgarsvæðisins mánaðarlega?

244

Undanfarin 2 ár hefur þunglyndi truflað mig mjög. Undirliggjandi var ómeðhöndlað adhd sem ég tek lyf við í dag. En eftir standa ýmis mál sem ég hef ekki náð að vinna úr. Ég hef síðastliðna 6 mánuði reynt að finna einhvern sem getur aðstoðað mig en búandi úti á landi með stóra fjölskyldu og litla peninga á milli handanna virðist erfitt að komast að hjá sérfræðingum. Hvernig get ég unnið mig út úr þunglyndi án þess að mæta til höfuðborgarsvæðisins mánaðarlega?

Flott hjá þér að vera að taka á þínum málum og huga að heilsunni.  Ég veit að aðstoðin út á landi hefur upp á færri möguleika að bjóða en á höfuðborgarsvæðinu.  En heilsugæslan hefur verið að taka sig á í þessum efnum og nú ætti sálfræðingur að tilheyra flestum heilsugæslustöðvum.  Ég athugaði málið á Vestfjörðum og það reynist því miður einungis vera sjálfræðiþjónusta fyrir börn.  Reyndar möguleiki á að sá sálfræðingur taki einhverja viðtalstíma út í bæ, en ber það þá nokkurn kostnað í för með sér.  Ég get því miður ekki gefið öruggari upplýsingar um það en þú gætir spurst fyrir á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. 

Annar möguleiki er heilsugæslan, heilsugæslulæknar eða hjúkrunarfræðingar.  Skildist það væri því miður ekki starfandi geðhjúkrunarfræðingur, en samt sem áður eru margir læknar og hjúkrunarfræðingar sem sinna stuðningsmeðferð vegna geðrænsvanda og margir mjög flinkir við það.  Ég ráðlegg þér að láta á það reyna, það hjálpar svo mikið að fá að ræða málin, koma orðum á tilfinningar og leggja hlutina á borðið.  Þú átt alltaf rétt á trúnaði þannig að þú þarft ekki að hafa áhyggju af því.  Margir heilsugæslulæknar sinna geðvernd, viðtals og lyfjameðferð.  Prófaðu að spyrjast fyrir, oftast hafa þeir læknar sem hafa áhuga á þessum heilsuvanda orð á sér fyrir skilning og þolinmæði, sama má segja um hjúkrunarfræðingana. 

Dettur einnig í hug félagsþjónustan, ef til vill viðtal félagsráðgjafa?  Prestar eða djáknar hafa líka boðið stuðningsviðtöl ef það er eitthvað fyrir þig.

Ef þér finnst vonlaust að sækja þetta í heimabyggð þá er kannski séns að sækja hjálpina í næstu bæjarfélög, þarf kannski ekki að fara alla leið í höfuðborgina.  Vesturlandið hefur upp á einhverja þjónustu að bjóða. Stykkishólmur, Borgarnes og Akranes.  Gætir kannað það hjá Heilbrigðisstofunun Vesturlands.

Enn annað er svo fjarráðgjöf, gæti trúað að einhver fyrirtæki, sálfræðingar myndu bjóða upp á slíkt þó ég þekki það ekki því miður. 

Margt sem þú getur svo gert sjálf, lesið þér til, kynnt þér hugleiðslu, núvitund, dagbókarskrif.  Regluleg hreyfing.  

Óska þér alls hins besta og vona þú finnir stuðning.  


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar