Hvernig get ég vitað hvort hún vilji eitthvað meira?

260

Ég er strákur á fimmtándi ári. Það er stelpa sem ég þekki því mömmur okkar eru vinkonur. Við höfum hisst einu sinni og þá voru systkini okkar með. Hún er ótrúlega sæt og fyndin og mig langar að byrja með henni. Við tölum oft saman á snapchat og hana langar alltaf að fara í spurningaleiki og ég veit ekki hvort hana langi i eitthvað meira eða ekki. Hvernig á ég að vita það?

Komdu sæll og takk fyrir spurninguna

Þú ert alls ekki sá fyrsti sem lendir í þessu skal ég segja þér. Þú verður svolítið að finna það hjá sjálfum þér hvað þú vilt gera í þessu. Þú gætir bara látið vaða og spurt hana hvort hún sé skotin í þér í einum að spurningaleikjunum í gegnum Snapchat en um leið að vera tilbúinn að heyra það ef hún segir nei. Það er í raun ekkert verra en það sem getur gerst, sem sagt að hún segi nei. Svo geturu líka séð hvernig þetta þróast aðeins og beðið því þar sem þú ert 14 ára þá liggur þér alls ekkert á. En spurningin er kannski helst, myndiru sjá eftir því að hafa ekki spurt hana að því einn daginn?

Njótið að hafa gaman saman og það er ekkert að því að segja henni hvernig þér líður og sjá hvort hún beri sama hug til þín. Ég veit þetta er erfitt en mundu að gera það sem lætur þér líða vel, þó það geti verið mjög stressandi

Gangi þér vel með þetta allt saman 


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar