Hvernig getur andleg líðan haft áhrif á kynlíf?

447

Hvernig getur andleg líðan haft áhrif á kynlíf?

Andleg líðan hefur mjög mikil áhrif á kynlíf, það hefur í raun allt að segja um löngun til kynlífs og líka hversu mikið maður fær út úr kynlífinu.  Ef þú ert t.d. stressuð/aður þá er erfitt að einbeita sér, það getur valdið því að konur blotna ekki og að mönnum standi ekki.   Eins geta jákvæðar tilfinningar eins og ást og gleði valdið því að kynlífslöngun sé meiri og nautnin meiri af kynlífi ef það er endurgoldin ást og traust með þeim sem þú stundar kynlíf með.

Það er líka til dæmis mjög algengt að depurð eða kvíði hafi áhrif á kynlíf.  Þunglyndi veldur mjög oft minni áhuga á kynlífi og getur minnkað löngun mjög mikið eða jafnvel alveg slökkt á nokkuri löngun í kynlíf. 

Vona þetta svari spurningunni þinni.  Skrifaðu endilega aftur ef þú vilt vita meira.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar