Hvernig getur maður farið í prufur fyrir kvikmynd eða leikrit?

  528

  Hvernig get ég boðið mig fram í kvikmynd eða þ.e.a.s. farið í prufur? Ég sé aldrei neina auglýsingu og var að velta því fyrir mér hvernig fólk með áhuga á leiklist og kvikmyndargerð getur farið í prufur fyrir bæði kvikmyndir og leikrit. Nú er ég bara að tala um mína reynslu á að búa úti á landi en hef samt mjög mikinn áhuga á að leika og myndi langa allavega að sjá hvort ég gæti tekið þátt í svoleiðist verkefni. Ég veit ekkert hvort þessi spurning á heima hér en ég finn bara ekkert um það hvar er hægt að sækja um (fara í prufur).

  Hæ og takk fyrir spurninguna,

  Hægt er að hafa samband við Doorway casting á https://www.doorway.is/ og einnig er hægt að fylgja þeim á samfélagsmiðlum en þar er hægt að sjá þegar þau auglýsa hlutverk. Svo er ágætt að gerast meðlimur í Facebook hópnum aukaleikarar á Íslandi það hjálpar til að komast að þannig og stækka tengslanetið sitt. Gangi þér vel.

  Kveðja,

  Ráðgjöf Áttavitans.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar