Ég er búin að vera í nýju starfi í um það bil mánuð. Ég finn fyrir því að mig langi ekki að vinna þarna mikið lengur en ég hef aldrei hætt áður í vinnu (vann hjá fjölskyldu seinast) og veit ekki hvernig ég á að hætta. Er líka hrædd um að það sé illa séð að hætta í starfi svona stutt eftir að ég byrjaði í því. Það er langt frá heimilinu mínu, ég veit ekki hvenær ég verð búin að vinna á kvöldin og hef þurft að taka leigubíl heim um helgar sem er ekki ódýrt og ég hef eiginlega ekki efni á lengur. Ég er bara að pæla hvernig maður fer að því að hætta.
Hæ hæ og takk fyrir spurninguna.
Það hafa allir rétt á því að segja upp hvenær sem er og þarf ekki að hafa einhverjar afleiðingar í framtíðinni. Þú þarft ekki einu sinni að setja það á ferilskránna þennan mánuð sem þú hefur unnið í þessari vinnu. Varðandi reglur um uppsagnarfrestur fer það eftir því í hvaða stéttarfélagið þú ert hvernig uppsagnarfresturinn er.
Til dæmis hjá stéttarfélaginu VR þá er allt upp að 3 mánuðum reynslutími. Sem þýðir að uppsagnarfrestur er 1 vika. Sjá meira um það hér https://www.vr.is/kjaramal/uppsogn/uppsagnarfrestur/. Hjá stéttarfélaginu Sameyki þá er 1 mánaða uppsagnarfrestur á reynslutímanum sem er líka 3 mánuði. Varðandi uppsagnarbréf að þá er hér dæmi um skriflegt uppsagnarbréf https://vrmainweb.azurewebsites.net/media/3shnz3v4/uppsagnarbr%C3%A9f-%C3%A1-vef-2020.pdf
Varðandi leigubílaferðirnar gildir það að ef þú ert að vinna á almennamarkaðnum. Ber vinnuveitandanum að greiða ferðirnar. Ef vinna klárast eða hefst utan þess tíma sem almenningssamgöngur eru ekki í boði. Eins og t.d. strætó er ekki að ganga.
Einnig í lokin ef þú vilt spjalla við atvinnuráðgjafa um hvað sé best að gera. Þá býður Atvinnuráðgjöf Hins Hússins upp á fría ráðgjöf hér er hlekkur https://hitthusid.is/umsokn-atvinnuradgjof/
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?