Hvernig kem ég út úr skápnum fyrir bekkjarfélögum mínum

    49

    Ég er hrædd um að þegar ég kem út úr skápnum sem tvíkynhneigð við vini mína, muni þau segja að ég sé bara lesbía, eða að ég geri þetta fyrir athygli. Ég hef þegar komið út við mömmu mína en þori ekki að segja bekkjarfélögunum, og sérstaklega ekki við strákana. Hvað á ég að gera?
    Ein sem veit ekki hvað hún á að gera.

    Sæl og takk fyrir að hafa samband við ráðgjöf Áttavitans,

    Það að koma út úr skápnum fyrir vinum getur verið stressandi. Stundum er gott að finna sér einn vin sem maður treystir og byrja þar, það þurfa ekki allir að vita strax, bara á þínum tíma. Að vera búin að eiga gott samtal við einn vin getur oft gert restina auðveldari, og þá ertu líka komin með net sem getur gripið þig:)

    Allir sem að betur vita vita vel að kynhneigð er ekki eitthvað sem maður deilir með öðrum fyrir athygli. Þetta er þitt persónulega mál. Ef einhver kallar þig lesbíu þá veistu það sjálf að það er rangt af þeim en ekki rangt af þér að koma út.

    Einnig má fræða fólk sem minna veit og benda þeim á staði þar sem hægt er að lesa sig almennilega til um þessi málefni eins og t.d. á heimasíðu Samtakanna 78, en bara ef þú treystir þér til.

    Þú ættir ekki að þurfa vera hrædd við að koma út fyrir neinum:)


    • Var efnið hjálplegt?
    •    Nei

    Ert þú með spurningu?

    Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

    Spyrja spurningar