Hæ langar rosa að vita hvaða nam eg þarf og hvernig eg kemst i tæknideild lögreglu en finn ekkert um það. Getið þið sagt mér?
Hæ og takk fyrir spurninguna!
Í tæknideild lögreglunnar starfa rannsóknarlögreglumenn og er því fyrsta skref að starfa í lögreglunni en hér er grein frá áttavitanum um það ferli: https://attavitinn.is/vinna/hvernig-verd-eg/hvernig-verd-eg-logga/
Innan tæknideildarinnar er líftæknisvið en þar eru sérfræðingar sem starfa við rannsóknir og ef að áhuginn liggur þar er hægt að skoða nám í lífeindafræði: https://www.hi.is/lifeindafraedi
eða líftækni: https://www.unak.is/is/namid/namsframbod/grunnnam/liftaekni
Mögulega væri hægt að skoða nám í afbrotafræði en einnig er hægt að hafa samband við verkefnastjóra námsbrautar lögreglufræði um nánari svör og upplýsingar en netfang hennar er að finna neðst á síðunni hér: https://www.unak.is/is/namid/namsframbod/grunnnam/logreglu-og-loggaeslufraedi
Vona að þessi svör hafi hjálpað og gangi þér vel!
Kveðja,
Ráðgjöf Áttavitans.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?