Hvernig kemst ég yfir ástarsorg?

322

Hæ er 15 ára strákur og er mjög hrifin af stelpu í bekknum hjá mér og sagði henni það en ég er ekki hennar týpa var svarið sem ég fékk, en ég get ekki hætt að hugsa um hana og veit ekki hvað ég á að gera?

Hæ og takk fyrir spurninguna þína,

Æ það er alltaf leiðinlegt að heyra þegar fólk ber ekki sömu tilfinningar í garð okkar og við berum til annara. Það er mjög flott hjá þér að hafa tjáð henni hvernig þér líður og þú mátt vera ánægður með það. Ótrúlega margir eru hrifnir af einhverjum en segja aldrei frá því svo þú ert allavega búinn að koma þessu frá þér og fá að vita hvernig henni líður tilfinningalega til þín. Það lenda flestir í þessu nákvæmlega sama einhvern tímann á lífsleiðinni svo þú mátt vita að þú ert ekkert einn um þetta og alls ekki taka þessu eins og það sé verið að hafna þér sjálfum., haltu áfram að vera þú.

Hafðu nú engar áhyggjur, þú ert ungur og átt eflaust eftir að finna fleiri manneskjur sem heilla þig. Það er allt í lagi að hugsa um hana og þykja vænt um hana og nú geturu einnig litið opnum hug á aðrar manneskjur. Það er bara frábært ef þið getið haldið áfram að vera vinir þó svo þið berið ekki sömu tilfinningar til hvors annars.

Njóttu lífsins og gangi þér vel.  


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar