Hvernig næ ég að fara yfir allt lesefnið í háskólanum?

    69

    Hæhæ
    Ég er 21 ars stelpa í háskólanámi. Ég er mjög ábyrgur nenandi og legg mikið á mig og margir segja kannski of mikið. Ég er með fötlun á því erfitt með að læra, ég á mjög erfitt með lestur og les þvi hægar en aðrir nemendur sem þýðir að ég þarf að verja lengri tíma í að læra heima. Ég læri allan daginn alla daga, meira að segja um helgar en samt næ ég aldrei að klára að lesa það sem á að lesa. Þetta gerir mig mjög kvíðna. Hvað get ég gert til þess að ná að klára allt? Eða er kannski ekki nauðsynlegt að fara yfir allt efnið 100% í bókinni? Er mikilvægast að hlusta á fyrirlestra kannski?

    Kveðja ein kvíðin

    Hæ og takk fyrir spurninguna.

    Það er mjög algengt að fólk nái ekki að fara yfir allt lesefnið sem sett er fyrir svo ekki örvænta. Mikilvægt er að setja sér viðráðanleg markmið og það kemur svo með tímanum að sjá hverjar aðaláherslurnar í námskeiðunum eru.

    Það er t.d. mjög gott að fara yfir kennsluáætlanir og sigta út það sem skiptir mestu máli þar ásamt því að hlusta vel á fyrirlestra og fara yfir þær glósur sem kennarinn er með.

    Sniðugt er að setja fókusinn á að lesa meira um það sem kemur fram í fyrirlestrum og glósunum og ef þú ert ekki að sjá fram á að klára allt lesefnið, renna hratt yfir það sem þú telur ekki vega jafn mikið og annað.

    Svo er auðvitað gott að ræða þetta við kennarann sem getur mögulega gefið þér vísbendingar um hvað skiptir minna máli.

    Gangi þér sem allra best í lærdómnum.

    Mbk.
    Áttavitinn, ráðgjöf.

     


    • Var efnið hjálplegt?
    •    Nei

    Ert þú með spurningu?

    Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

    Spyrja spurningar