Ég er 16 ára og á kærustu sem er jafn gömul og ég. Við erum búin að vera saman í 3 mánuði og við erum bæði tilbúin í að stunda samfarir og höfum talað um það en ég er mest stressaður um að þetta verði ekki gott fyrir hana. Er eitthvað sem ég get gert til að passa að hún fái það og ég líka án þess að ég fái það of fljótt. Þust þegar hún runkar mér og ég putta hana þá fæ ég það miklu fyrr en hún en ég held samt áfram að putta hana þangað til hún fær það líka. Hvað geri ég til að passa að þetta sé gott fyrir hana? Og ekki vont? Hef heyrt að það er vont að fá hann inn í sig?
Hæ
Dásamlegt hvað þér er umhugað um líðan kærustunnar og vissulega er það súper mikilvægt að ykkur þyki það báðum gaman og gott sem þið ákveðið að gera í kynlífinu. Það er nú samt þannig að kynlíf er ofsalega persónuleg upplifun og enginn sem getur svarað því hvað kærustunni þinni þykir gott nema hún sjálf. Það allra besta sem þið getið gert er að tala saman um kynlífið. Æfa ykkur í að þora að segja hvort öðru til, láta vita hvað er gott og ekki. Það getur alveg verið pínu vont fyrir stelpur að gera það í fyrsta sinn, en það hjálpar svo mikið að vera með einhverjum sem hún treystir og þorir að vera hreinskilin við. Það hjálpar að hafa gaman, að hlæja lætur mann slaka á. Að hafa getnaðarvarnir á hreinu svo ekki þurfi að hafa áhyggjur af því. Kannski eiga sleipiefni ef þið viljið. Flestar stelpur fá það með því að nudda snípinn en ekki bara við það að nudda inn í leggöngin, þannig að það er hægt að reyna að velja stellingu út frá því. Það er líka ekkert að því að fá það ekki á sama tíma. Hún getur kannski fengið það fyrst eða á eftir því stundum er erfitt að nudda snípinn við samfarir amk. svona til að byrja með. Svo finnið þið út úr því hvað passar best fyrir ykkur.
Endilega spurðu hana hvað hún vill og segðu henni hvað þú vilt. Finnið út úr því saman hvað þið eruð til í. Það er allra besta kynlífsráðið.
Bestu kveðjur.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?