Það er algeng tilhneiging á meðal karla og kvenna að vilja losna við hár í klofi, undir höndum og á löppum. Sumir kjósa að halda hárinu á meðan að aðrir vilja snyrta vöxtinn og jafnvel losa sig við hárin. Ekkert eitt er rétt en það er ágætt að spyrja sig í byrjun hvers vegna þú ætlir að raka þig, hvort það sé ekki örugglega fyrir þig sjálfa/n þig eða hvort þú sért að þóknast einhverjum öðrum eða jafnvel ,,kröfum“ samfélagsins?
Til eru mismunandi aðferðir til að losna við hár en það getur verið einstaklingsbundið hvað hentar hverjum best. Þess vegna er gott að ráðfæra sig við einstaklinga með þekkingu og reynslu af því að raka sig. Eftirfarandi eru nokkrar algengar við rakstur í klofi, undir höndum og á löppum:
.Rakstur með sköfu eða rafmagnsvél: ódýr, einföld og fljótleg leið til að losa sig við hárvöxt. Það er gott að bera raksápu eða gel á svæðið sem skal raka.
.Háreyðingarkrem kemur í veg fyrir hárvöxt en það þarf að bera það nokkrum sinnum á svæðið þar sem þú vilt losna við hár til þess að sjá árangur. Þess ber þó að geta að hárið kemur alltaf upp aftur.
.Vax meðferð er hægt að framkvæma heima og á stofu. Vaxið rífur hárið upp með rótum og kemur hárið ekki aftur fyrr en eftir 2-3 vikur. Vaxið er sársaukafyllra en flestar aðrar aðferðir.
.Sumir kjósa að plokka hárin af en það getur verið tímafrekt. Eins er hægt að snyrta hárvöxt til með skærum.
.Laser meðferð er varanlegasta aðferðin. Þar er hársekkurinn eyðilagður en þessa aðgerð þurfa menntaðir snyrtifræðingar að framkvæma. Eftirfarandi aðferð er dýrari en flestar aðrar.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?