Hvernig stofnar maður stjórnmálaflokk?

1078

Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að stjórnmálaflokk?
Hver er lagalega hlið þess að stofna stjórnmálaflokk og koma honum á lista fyrir þingkostningar?
Hvar er hægt að nálgast ráðgjöf varðandi stofnun stjórnmálaflokks þegar kemur að því að fylgja lögum og afla fjármagns?
Hvernig fjármagna stjórnmálaflokkar sig?

Hæhæ,

Takk fyrir spurninguna! Vísindavefurinn hefur tekið skilyrðin ágætlega saman hér: https://www.visindavefur.is/svar.php?id=16944

Þar kemur meðal annars fram að engin lagaleg skilyrði þurfi að uppfylla til að stofna stjórnmálaflokk. Þó eru ýmis lög sem gilda um að koma flokknum á lista. Lög um kosningar til Alþingis má finna hér: https://www.althingi.is/lagas/136b/2000024.html

Það er munur á stjórnmálaflokkum og hreyfingum, hér er hægt að finna nánari upplýsingar um það: https://www.visindavefur.is/svar.php?id=3311

Stjórnmálaflokkar fá fjárframlög eftir vægi atkvæða þeirra á Alþingi. Nánar um það hér: https://www.stjornarradid.is/verkefni/kosningar/framlog-til-stjornmalaflokka/

Fyrirtæki og einstaklingar mega styrkja flokka, en þó einungis upp að ákveðinni upphæð. Hér má sjá útgefið efni um fjármál stjórnmálasamtaka: https://rikisendurskodun.is/utgefid-efni/fjarmal-stjornmalasamtaka/

Ef þig vantar nánari ráðgjöf, þá mæli ég með að byrja á því að heyra í skrifstofu Alþingis og fá upplýsingar þar, sími: 563-0500. Einnig getur Ríkisendurskoðandi hugsanlega veitt einhverjar upplýsingar, hægt er að senda þeim fyrirspurnir á þessari síðu: https://rikisendurskodun.is/um-okkur/rikisendurskodandi/

Bestu kveðjur,
Ráðgjöf Áttavitans.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar