Hvernig undirbý ég mig fyrir samræmdu prófin?

252

Hvernig undirbý ég mig fyrir samræmdu prófin?

Sæl.

Það er bara gamla góða: læra það sem er lagt fyrir. Ef þú gætir komist yfir gömul próf þá hjálpar það því þá sérðu uppsetningu prófanna og hvernig spurningar eru. Ekki ofhugsa hlutina og reyndu að slaka á í prófinu. Það getur reynst erfitt að fara yfir allt kennsluefni og því þarftu að skipuleggja þig vel áður en þú byrjar að læra. Reyndu að sjá fyrir hvað er mikilvægast og láttu annað mæta afgangi. Passaðu þig að dvelja ekki of lengi við eitthvað ákveðið svo þú hafir meiri tíma fyrir annað námsefni.

Gangi þér ótrúlega vel!


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar